Vísindadögum lýkur í dag

30.okt.2015

flugaFrá því á miðvikudagsmorgun hafa nemendur í FAS heldur betur breytt til. En þá hófust vísindadagar sem að þessu sinni eru í samstarfi við sambýlinga skólans í Nýheimum. Þó verkefnin séu ólík er sama hugsun að baki þeirra allra, þ.e. að nemendur kynnist vinnubrögðum og aðferðum í vísindavinnu.
Núna í morgunsárið á föstudegi eru nemendur að leggja lokahönd á verkefnavinnuna. Klukkan 11:55 munu verkefnin verða kynnt stuttlega á Nýtorgi og í kjölfarið verður afrakstur vinnunnar sýndur á efri hæðinni.
Gestir og gangandi eru hvattir til að líta við og skoða vinnu hópanna. Sem dæmi um verkefni eru: fornleifarannsóknir, útreikningar við endurgerð á húsi, sjónarhorn listamanns, skóli framtíðar, ritgerðasmíð og vefvinna, rannsóknir á fiðrildum og skoðannakönnun meðal ferðamanna. Sýningin í FAS verður opin til 14:00. Einnig er hægt að sjá vinnu nemenda á http://visindavika.fas.is

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...